Ólafur Freyr Birkisson

Ólafur Freyr Birkisson bass-baritón lýkur bakkalárprófi í söng við Listaháskóla Íslands. Þar lærir hann hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni og Dísellu Lárusdóttur. Hann hefur einnig sótt tíma hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Stuart Skelton. Áður nam hann við Söngskólann í Reykjavík hjá Agli Árna Pálssyni og Hrönn Þráinsdóttur.

Ólafur hefur farið með ýmis hlutverk á sviði. Þar má helst nefna Dante í verðlaunaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson, Vigfús í ævintýraóperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Gísla í Raven‘s Kiss eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson og Tevye í Fiðlaranum á þakinu undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og Chantelle Carey.

Ólafur hefur komið fram sem einsöngvari með Kór Langholtskirkju, þ.á.m. í Requiem eftir Fauré og í Jóhannesarpassíu J.S. Bach undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Ólafur hefur einnig komið fram sem einsöngvari á tónleikum t.a.m. hjá Sinfóníusveit áhugamanna, Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Háskólakórnum og Ungfóníunni. Þá var Ólafur flytjandi á kammertónlistarhátíðinni Seiglu sem haldin var í Hörpu á vegum Schumannfélagsins sumarið 2022.

Ólafur er einn af sigurvegurum keppninnar Ungir einleikararar og mun koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg næstkomandi 25. maí. Þá mun hann ásamt Ingunni Hauksdóttur flytja Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams á Seiglu í ágúst.

Ólafur Freyr Birkisson

Ólafur Freyr Birkisson bass-baritone is a student at the Icelandic Academy of the Arts with Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Stuart Skelton and Dísella Lárusdóttir. He previously studied at The Reykjavík Academy of Singing with Egill Árni Pálsson and Hrönn Þráinsdóttir. Ólafur has attended many masterclasses, including by Roland Schubert and Stuart Skelton. 

Among his more prominent roles are: Dante, in the award winning opera Ekkert er sorglegra en manneskjan by Friðrik Margrétar-Guðmundsson and Adolf Smári Unnarsson, Vigfús in Mærþöll by Þórunn Guðmundsdóttir, Gísli in the Raven's Kiss by Evan Fein and Þorvaldur Davíð Kristjánsson, and Tevye in the Fiddler on the Roof, directed by Þórhildur Þorleifsdóttir. Ólafur has performed as a soloist with Langholtskirkja Choir, including in Requiem by Fauré and in spring 2021 sang the role of Pilatus in the choir's performance of J.S. Bach's St. John Passion, directed by Magnús Ragnarsson. Ólafur also performed at the Kammer music-festival Seigla in Harpa 2022.